Ferill 602. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1316  —  602. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um lögreglumenn.


     1.      Hversu margir lögreglumenn störfuðu við hvert lögregluembætti 1. febrúar ár hvert 2000– 2018? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda fullmenntaðra lögreglumanna, fjölda afleysingafólks í lögreglu og fjölda héraðslögreglumanna.
    Í töflum 1–4 er sýndur fjöldi menntaðra lögreglumanna, afleysingamanna og héraðslögreglumanna hinn 1. febrúar 2006–2018. Ekki er tekið tillit til starfshlutfalls. Tekið skal fram að tölur fyrir 2006 og 2018 eru bráðabirgðatölur og hafa ekki verið bornar undir lögregluembættin eins og tölur annarra ára. Skipt hefur verið um launakerfi og því liggja upplýsingar fyrir árin 2000–2005 ekki fyrir í núverandi kerfi. Bent er á að í töflunum eru ekki upplýsingar um fjölda stöðugilda sérstakra landamæravarða eða annarra starfsmanna lögreglu. Eftirfarandi töflur fela því ekki í sér tæmandi upplýsingar um fjölda stöðugilda innan lögreglu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hver var fjöldi ársverka hvers lögregluembættis 1. febrúar ár hvert 2000–2018?
    Í töflu 5 er að finna fjölda ársverka hvers lögregluembættis miðað við 1. febrúar ár hvert 2015–2018. Þar sem embætti sýslumanna og lögreglu voru aðskilin í ársbyrjun 2015 og lögregluembættunum fækkað úr 15 í 9 liggja ekki fyrir sambærilegar tölur fyrir árin 2000–2014.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     3.      Hver var heildarkostnaður hvers lögregluembættis við stöðugildi lögreglumanns 1. febrúar ár hvert 2000–2018?
    Í töflu 6 má sjá heildarkostnað (laun og launatengd gjöld) hvers lögregluembættis við stöðugildi lögreglumanns miðað við 1. febrúar 2006–2018. Upplýsingar fyrir árin 2000–2005 liggja ekki fyrir í núverandi launakerfi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.